• Eftirlit með skjálftum og þenslumælum 01. 01. 1999 - 13. 06. 2000. (15. júní 2000)


    Frá Ragnari Stefánssyni og Gunnari B. Guðmundssyni.

    Varðandi tímaferli skjálfta á Mýrdalsjökulssvæðinu, undir Eyjafjallajökli og Torfajökli sem og streinbreytinga þenslumælisins á Stórólfshvoli (STO) er eftirfarandi helst athyglisvert.

    1) Tiltölulega snörp hausthrina í vestanverðum Mýrdalsjökli hélst út janúar. Hausthrinurnar hætta venjulega í desember en haldast yfirleitt lengur þegar þær eru snarpar.

    2) Það hefur verið tiltölulega mikið um smáskjálfta á Torfajökulssvæðinu frá síðustu áramótum. Það slakaði aðeins á þeim í febrúar en frá byrjun apríl hefur þeim fjölgað aftur.

    3) Um miðbik og í austanverðum Mýrdalsjökli hefur verið rólegt það sem af er þessu ári, sérstaklega í samanburði við síðustu 2 árin.

    4) Eyjafjallajökull heldur áfram að leysa út mikið af smáskjálftum, í svipuðum takti og verið hefur frá því í um áramótin 1998-1999.

    Óróleikinn á þenslumælinum á Stórólfshvoli heldur áfram, í svipuðum dúr og verið hefur frá því um áramótin 1998-1999, með sí endurteknu "þrýstingsfalli" og uppbyggingu þess á milli.

    Hér verður ekki reynt að túlka þá atburðarás sem við sjáum eða reynt að spá í hugsanleg innbyrðis tengsl milli svæða, en vissulega leitar það á hugann að tengsl séu milli atburða á öllum þessum svæðum. Hekla, sem er ofarlega vinstra megin á kortinu, er þar meðtalin.

    Uppsafnaður fjöldi skjálfta

    Uppsöfnuð strain útlaust í skjálftum

    Skjálftakort af Mýrdalsjökli og nágrenni 01. 01. 2000 - 13. 06. 2000