Um þessa síðu

Stærra kort og skjálftalisti
Fyrir Google Maps þarf ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir, en með því að smella hér á hlekkina undir Google Maps þá opnast viðkomandi hlekkur hér á þessari síðu.
Fyrir hlekki sem opnast í Google Earth þá þarf að byrja á því að sækja Google Earth forritið (ókeypis), en það er hægt að sækja á heimasíðu Google Earth.
Uppsetning forritsins er mjög einföld (smella á "Download Google Earth" takkann efst í hægra horni Google Earth síðunnar og svara næstu spurningu með "AGREE AND DOWNLOAD" þá fer niðurhalsferli ("Download") í gang og svo tvísmellirðu á forritið sem var sótt og þá fer uppsetning af stað.

Nauðsynlegt er að vera með gott skjákort í tölvunni til að keyra forritið, en flestar nýjustu tölvurnar nú til dags ættu að ráða við það. Forritið lætur þig vita, þegar þú keyrir það upp, ef skjákortið þitt er ekki nægilega öflugt.
1. Það sem er undir "Google Maps" opnast hér á þessari síðu.

2. Það sem er undir "Google Earth" opnast í Google Earth forritinu.

3. Valdir atburðir hér til hægri eru atburðir sem hafa skorið sig úr fjöldanum, þ.e. stærri skjálftar, hrinur, eldgos osfr.

4. Tengt efni hér hægra megin eru hlekkir sem ýmist tengjast þessari síðu beint, eða þá aðrar síður þar sem hægt er að skoða skjálfta með Google Earth.
Þessi síða er fyrsta skrefið til að gera skjálftana, sem jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands staðsetur, aðgengilega í Google Earth. Verkefnið FORESIGHT studdi gerð síðunnar.
Stærð og staðsetning skjálftana síðustu 2 daga eru sjálfvirkar staðsetningar og uppfærast með 5 mínútna millibili. Allir aðrir skjálftar hafa verið yfirfarnir handvirkt og staðsetning þeirra og stærð endurbætt. Skjálftarnir eiga ekki allir sömu rót, en sumir þeirra sýna hvar sprengingar af mannavöldum hafa átt sér stað, t.d. á námusvæðum, eða vegna byggingarframkvæmda. Í sumum tilvikum hafa sprengingar ekki verið staðfestar af framkvæmdaraðila eða örsök skjálfta er ókunn, þá hafa þeir verið merktir sem "un", sem stendur fyrir óþekktur.

Þar sem að þetta verkefni var unnið sem hluti af alþjóðlegu verkefni, þá var þessi vefsíða fyrst unnin á ensku. Ekki hefur verið lokið við að þýða allt efni síðunnar (upplýsingarnar sem birtast í Google Earth forritinu og mánaðarheitin, en þau eru samnýtt ensku útgáfunni), en það stendur til bóta.