Aðgengi og notkun GPS gagna

GPS gögn sem safnað er í ISGPS verkefninu eru öllum heimil til afnota. Jarðeðlissvið VÍ óskar þess þó að fá upplýsingar um hverjir eru að nota gögnin og í hvaða tilgangi. Það er m.a. til að styrkja kerfið, þar sem breiður notendahópur eflir tilvistarétt kerfisins. Aðgangur er einnig takmarkaður til að tryggja samskipti notenda gagnanna og umsjónarmanna kerfisins í þeim tilgangi að villur sem kunna að leynast í gögnunum uppgötvist svo og að notendum séu kunnar takmarkanir gagnanna. Ennfremur er Jarðeðlissvið VÍ ekki einkahandhafi allra gagna sem finna má í skráarsafninu.

Aðgengi að skráarsöfnum hefur verið takmarkað við númer (IP tölur) þekktra notenda.
Óskir þú eftir að gerast notandi gagnasafns ISGPS kerfisins skal senda tölvupóst til umsjónarmanns ISGPS kerfisins (Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is)) þar sem fram komi: Umsjónarmaður mun aðstoða eftir getu ef upplýsingar (t.d. IP tölu) vantar.
Einnig má í stað tölvupósts senda skriflega beiðni á:
Veðurstofa Íslands
Benedikt Gunnar Ofeigsson
Bústaðavegi 9
150 Reykjavík



Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).