Upptök jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli
Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið


Upptök jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli

Á kortunum hér fyrir neðan eru sýnd upptök jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli fyrir mismunandi tímabil frá 01.11. 1998 til 14.12. 1999. Á öllum kortunum tákna rauðir fylltir hringir upptök jarðskjálfta. Svartur fylltur þríhyrningur sýnir SIL jarðskjálftamælistöðina á Mið-Mörk og svört lína með broddum táknar toppgíginn (öskjuna) á Eyjafjallajökli. Á kortunum eru sýndar 100 m hæðarlínur og vegir eru sýndir með mjóum gráum línum. Hæðarlínur eru ekki nákvæmar og einnig sést ekki Holtsósinn sunnan við Steinafjall.

[01.11.98 - 30.06.99]
Kortið hér að ofan sýnir upptök jarðskjálfta á tímabilinu 01.11.98 - 30.06.99. Á þessu tímabili voru flestir jarðskjálftanna undir Steinsholti og Steinsholtsjökli. Stærsti skjálftinn á þessu tímabili og einnig síðustu ára var þann 1. mars kl. 13:44, M=3.6.

[01.07.99 - 30.09.99]
Upptök jarðskjálfta á tímabilinu 01.07.99 - 30.09.99. Í byrjun tímabilsins var skjálftahrina austan við toppgíginn og seinna eru skjálftarnir sunnan og suðvestan við toppgíginn. Einnig eru skjálftar áfram undir Steinsholtinu. Á þessu tímabili er dýpi skjálftanna að jafnaði um 5-8 km. Skjálftarnir hætta að mestu frá því fyrir miðjan september og fram undir miðjan október.
[01.10.99 - 30.11.99]
Upptök jarðskjálfta á tímabilinu 01.10.99 - 30.11.99. Á þessu tímabili eru skjálftarnir nær eingöngu SSA af toppgígnum og flestir þeirra eru á mjög litlu dýpi (1-3 km).
[01.12.99 - 15.12.99]
Upptök jarðskjálfta á tímabilinu 01.12.99 - 15.12.99. Fyrstu dagana í desember voru nokkrir skjálftir undir Steinsholtinu en mjög lítil virkni hefur verið sunnantil undir jöklinum.

1999-12-15 gg@vedur.is