Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
Þenslumælirinn á Stórólfshvoli var settur niður 1989
og eftir að hann varð stöðugur (1995) þá hefur hann sýnt
árlegt rek sem nemur 500 til 700 nanóstrein/ár og er samþjöppun
(contraction). Nokkuð
er þetta breytilegt yfir árið og hefur rekið verið allt
frá helmingi að tvöföldu meðalársreki á tímabilum innan ársins
(1-3 mán). Á árinu 1998 og 1999 komu fram merki sem ekki hafa
sést áður. Um er að ræða allstór merki ( 150-300 nanostrein)
sem sýna rúmmálsaukningu (extension) bergsins sem mælirinn er í.
Annað sem er áhugavert er að
samþjöppunarhraði (contraction rate) í 2. viku október er í hærra
lagi. Litlar breytingar um miðbik ársins 1999 eru ekki síður
athyglisverðar.
Kristján Ágústsson.