next up previous contents
Next: AÐFERÐIR Up: Frammistaða SIL kerfisins frá Previous: Contents

INNGANGUR

Eftir því sem stöðvum í SIL kerfinu hefur fjölgað, fjölgar einnig þeim skjálftum sem kerfið skráir. Jafnframt eykst ruslið sem tínt er upp samtímis skjálftunum. Nú er svo komið að mönnum þykir nóg um, enda ærinn kostnaður sem fylgir ruslinu, bæði vegna gagnaflutnings og ekki síður vegna vinnu við gagnvirka yfirferð atburðanna.

Í sjálfvirku úrvinnslunni í SIL kerfinu er hverjum atburði sem kerfið greinir og staðsetur gefin einkunn eða gæðastuðull. Einkunn þessi, q, er ólínulegt fall af áætlaðri stærð skjálftans, tímaleifum, fjölda og s/n hlutfalli fasanna sem hann samanstendur af, auk nokkurra annarra eiginleika atburðarins. Aðeins eru sótt bylgjugögn fyrir þá atburði sem fengið hafa hærri einkunn en tiltekið lágmarksgildi, qmin. Lágmarksgæði atburða sem bylgjugögn eru sótt fyrir geta verið breytileg eftir landshlutum, en það er nauðsynlegt vegna þess hve misþétt landsnetið er. Með því að hækka gæðaþröskuldinn má auðveldlega draga úr flæði bylgjugagna frá útstöðvum og fækka atburðum sem fara þarf yfir með handafli. Sá böggull fylgir þó skammrifi þessu að óhjákvæmilega fækkar einnig raunverulegum skjálftum sem kerfið skráir, enda stuðullinn q ekki óbrigðull mælikvarði á hvað er skjálfti og hvað ekki.

Í skýrslu þessari reyni ég að meta áhrif þess að breyta qmin á gagnaflutning frá útstöðvum og á fjölda skráðra jarðskjálfta.


next up previous contents
Next: AÐFERÐIR Up: Frammistaða SIL kerfisins frá Previous: Contents
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-03-30