| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 960701 - 960707, vika 27

Til að prenta kortið má nota
postscript
Ný SIL stöð, Kúludalsá í Hvalfirði byrjaði 02.07. 1996
SUÐURLAND:
Þann 1. júlí var smáskjálftahrina við Krók í Hraungerðishreppi.
Samkvæmt afstæðri staðsetningu eru skjálftarnir á lóðréttu NS-plani
(sjá mynd). Frávik frá plani, rms = 14 metrar. Brotlausnirnar sýna
sniðgengishreyfingu. Skjálftadýpi er frá 1.5 - 2 km.
Þriðjudaginn 2. júlí var skjálftahrina við Frambruna í Eldborgar-
hrauni (sjá mynd). Afstæðar staðsetningar sýna að skjálftarnir
eru á plani með strik 11 gráður og 72 gráðu halla til austurs.
Frávik frá plani, rms = 13 metrar. Brotlausnir sýna bæði
sniðgengis- og siggengishreyfingu(normal). Dýpi skjálftanna er frá
5.4 - 5.8 km.
Nokkrir skjálftar urðu þann 7. júlí um 3 km NV við Húsmúla (inn á
Mosfellsheiði). Þeir eru á um 10 km dýpi á NS plani sem hallar um
80 gráður til vesturs.
Þegar leið á vikuna fjölgaði smáskjálftum við Kleifarvatn.
Þann 3. júlí er skjálfti (sprenging?) við Hvalfjörð.
Nokkrir skjálftar voru í miðjum Mýrdalsjökli.
NORÐURLAND:
Mesta skjálftavirknin í vikunni var fyrir Norðurlandi, aðallega
á svokölluðu Grímseyjarbelti. Það voru smáhrinur inn í Öxarfirði
og við Grímsey og undir lok vikunnar voru þær SA við Kolbeinsey.
Skjálftavirkni var einnig við Flatey á Skjálfanda.
Gunnar Guðmundsson