Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 960708 - 960714, vika 28

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]


PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru 213 atburðir skráðir í vikunni.

Suðurland

Þann 8. var smá hrina í Krísuvík sem endaði mjög snögglega og restina af vikunni voru aðeins 1-2 skjálftar þar. Við Krók og við Bjarnastaði voru skjálftar mallandi alla vikuna enn 11. og 12. mældust nokkrir skjálftar mitt á milli þeirra og tengdu saman þessi tvö svæði. Skjálftar mældust líka austur eftir Suðurlandsundirlendinu, í Holtunum og allt austur á Rangárvelli. Nokkrir litlir skjálftar mældust nálægt Geysi.

Norðurland

Í Öxnarfirði var hrina sem jókst og hafði hápunkt sinn 12. og 13. júlí en þann 14. byrjaði hún að minnka aftur. Einnig voru nokkrir skjálftar í sama punkti við Grímsey og við minni Eyjafjarðar.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru að jafnaði 1-2 skjálftar mældir hvern dag, stærstur 1.9 þann 7., og þann 12. mældust 2 í Eyjafjallajökli. Einnig mældust skjálftar NV af Torfajökli, á Hveravöllum, við Mývatn og í Herðubreiðarlindum.

Margrét Ásgeirsdóttir