| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 960715 - 960721, vika 29

Til að prenta kortið má nota
postscript
Talsverð smáskjálftavirkni hefur verið þessa viku og eru
staðsettir atburðir 587.
Norðurland:
Stöðug virkni hefur verið í Axarfirði um 7 km VSV af Kópa-
skeri. Flestir atburðir eru smáir og í mörgum tilvikum
byggir staðsetningin á aðeins 3 aflestrum. Það er því
líklegt að VSV dreifingin sé ekki raunveruleg (stefna
óvissuellipsu).
Suðurland:
Virkni á Hengilssvæðinu óx er líða tók á vikuna en allir eru
þeir atburðir smáir. Þá hafa orðið nokkrir skjálftar í Kötlu,
við Hestfjall og í Holtum.
Ath. sprengt var í Helguvík, Straumsvík, Hvalfirði og í Fótar-
holti norðan Vörðufells.
Kristján Ágústsson