Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 960805 - 960811, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]


Til að prenta kortið má nota postscript

Hálendið

Skjálftar mælast í norðanverðum Vatnajökli, austan Öskju og við Kröflu. Í gær mældist líka skjálfti í vestanverðum Hofsjökli. Órói sem kemur fram á hálendisnetinu í kjölfar Skaftárhlaups er ekki mjög greinilegur á SIL-netinu, en sést þó eitthvað. Upptökin eru í u.þ.b. 120 km fjarlægð frá næstu stöð. Til gamans má geta að ófært er á Grimsfjall núna vegna þess hve sprunginn jökullinn er á sjálfu fjallinu, rétt neðan skála.

Suðurland

Skjálftar frekar fáir og smáir. Stærsti skjálftinn í Mýrdalsjökli er um 3.5. Einnig mælist smá-skjálfti í Vatnafjöllum.

Norðurland

Virknin úti fyrir Norðurlandi er einna mest í Öxarfirði, en hér er líka frekar rólegt.

Steinunn Jakobsdóttir