Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 960812 - 960818, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]


Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru skráðir og staðsettir 386 atburðir í nýliðinni viku, þar af fimm sprengingar.

Suðurland

Á Suðurlandi bar mest á skjálftum nærri Saurbæ í Holtum. Þarna voru staðsettir um 160 skjálftar, flestir um 0 á Richterkvarða en þeir stærstu náðu stærðinni 1.5. Skjálftar þessir eru flestir grunnir, eða á tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Brotlausnir stærstu skjálftanna benda til siggengishreyfinga, fremur en sniðgengis, sem algengast er á þessum slóðum.

Auk virkni í Holtunum urðu nokkrir skjálftar nærri Hestfjalli og á Hengilssvæðinu. Fimm sprengingar á vegum Raunvísindastofnunnar komu fram á mælum SIL kerfisins, tvær vestur af Reykjanesi, ein nærri Grindavík, ein nærri Krísuvík og ein í Hestvatni.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu urðu skjálftar einkum úti fyrir mynni Eyjafjarðar, í Öxarfirði, um 35 km norður af Grímsey og skammt austur af eynni. Allt eru þetta þekktir skjálftapyttir.

Sigurður Th. Rögnvaldsson