Talsvert mikil virkni á Hengilssverminum þessa viku. Aðallega
sunnan við Hellisheiði. Skjálftaupptök eru nokkuð dreifð
um allt svæðið en þó hafa komið smáskjálftahrinur við
Hjalla og við Skálafell.
Á Reykjanesskaga eru skjálftar við Kleifarvatn og Bláfjöll.
Nokkrir skjálftar eru við Saurbæ og Marteinstungu í Holtunum.
Þann 21.08. komu skjálftar í vesturhluta Mýrdalsjökuls.
Sprengingar eru á Miðnesheiði og Hvalfirði.
Mið-Ísland:
Skjálftar voru í Herðubreið þann 19. og 22. ágúst.
Þann 26. var skjálfti vað Vatnsskarð í Skagafirði.
Norðan við Reykhóla á Barðaströnd kom atburður
þann 20. ágúst. Fólk hjá Reykhólahreppi kannast
ekki við sprengingar þar.
Norðurland:
Á Tjörnesbrotabeltinu er skjálftavirkni aðallega
fyrir mynni Eyjafjarðar og inn í Öxarfirði.