Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 960826 - 960901, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]


Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Nokkuð jöfn dagleg virkni í V-Mýrdalsjökli og einn skjálfti nálægt Surtsey. Annars er virknin mest við Bjarnastaði (Þrengsin) þessa vikuna.

Norðurland

Smá hrina rétt austan við Grímsey núna um helgina. Skjálftarnir staðsetjast mjög grunnt. Skjálfti í Skagafirði aðfararnótt mánudags upp á rúma 2. Veit ekki til að hann hafi fundist. Á föstudag voru teknar í notkun nýjar stöðvar á Hrauni á Skaga og á Hveravöllum.

Hálendið

Skjálfti í Bárðarbungu, stærð 2.6. Einnig smá skjálfti í Langjökli og smáhrina sið Sandfell ofan við Geysi.

Steinunn Jakobsdóttir