Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 961014 - 961020, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]


Til að prenta kortið má nota postscript

Mjög mikil skjálftavirkni var þessa viku. Samtals hafa verið staðsettir um 1200 skjálftar í vikunni og eiga flestir þeirra upptök við Bíldsfell í Grafningi og á Hengilssvæðinu. Þórunn Skaftadóttir hjálpaði einnig við að yfirfara skjálftana. Ný SIL stöð komst í gagnið um miðjan dag þann 14.10. 1996. Hún heitir Sandskeið (san) og er við Sandskeið hjá Vífilsfelli.

SUÐURLAND:

Þann 14.10. varð skjálfti að stærðinni 4.1 með upptök suðvestan við Bíldsfell í Grafningi. Forskjálftar voru á svæðinu daginn og nóttina áður. Skjálftann fannst allt vestur í Búðardal en hann fannst mjög vel á Selfossi. Í kjölfar skjálftans fylgdu ótal eftirskjálftar og varaði hrinan á þessum slóðum fram yfir næstu helgi (20.10.) Upptök skjálftanna eru á dýpinu 3-5 km. Brotlausn stóra skjálftans sýnir hægri sniðgengishreyfingu (á N-S plani). Næstu daga á eftir urðu smáskjálftahrinur víða á Hengilssvæðinu og vestan við Hjalla í Ölfusi. Nokkrir skjálftar hafa verið í Mýrdalsjökli og þá aðallega í honum vestanverðum.

MIÐ-ÍSLAND:

Að jafnaði hafa verið um 2-3 skjálftar á dag norðan við Tungnafellsjökul og í Bárðarbungu. Stærðir skjálftanna eru um 3.0. Í sumum tilfellum er staðsetning frekar illa akvörðuð.

NORÐURLAND:

Fremur lítil skjálftavirkni hefur verið fyrir norðurlandi. Skjálftarnir eru aðallega á Grímseyjarbeltinu. Austan við Grímsey og í Öxarfirði.

Gunnar Guðmundsson