Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 961028 - 961103, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Nokkur virkni á Suður- og Suðvesturlandi. Skjálfti við Vatnafjöll þ.30. og í Borgarfirði aðfararnótt þriðjudags. Annars meira þessi hefðbundna virkni.

Norðurland

Frekar rólegt þessa vikuna. Mælirinn fluttur frá Kröflu að Reynihlíð 1.nóv.

Hálendið

Nokkur virkni mælist í og við stærstu jöklana. Um hádegi á miðvikudag var skjálfti upp á rúma 3 við gossprunguna í Vatnajökli. Á fimmtudag er skjálfti sem mælist tæpir 2 á Richterskvarða sunnan Langjökuls. Um 10 leytið á sunnudag byrjar síðan all nokkur hrina við Herðubreiðartögl með mörgum skjálftum af stærð kringum 3 á Richter. Þann dag mælast einnig 2 skjálftar norðan Tungnafellsjökuls og einn skjálfti, sem lendir í jöklinum, en staðsetning hans er nokkuð óörugg. Í Mýrdalsökli er skjálftavirknin jafnari yfir vikuna.

Steinunn Jakobsdóttir