Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 961111 - 961117, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Yfirlit

Athygli vekur skjálfti um 2 á Richter vestarlega í Hofsjökli 13. nóvember. Þann dag var reyndar einna mest um skjálfta á Grímsvatna- Bárðarbungusvæðinu þessa vikuna. Skjálftar urðu í Öxarfirði einkanlega 11. og 12. og svo aftur 15. Skjálftahrinur verða að vísu oft á þessum stað, en áður hafa komið fram vísbendingar um að samband geti verið milli skjálfta þarna og spennuútlausnar á Bárðarbungusvæðinu. Þá hefur aðeins borið á skjálftum austarlega í Holtum, einkum 12. og 13. nóvember. Þá vekja athygli skjálftar á svæðinu milli Dalvíkur og Fljóta.

Ragnar Stefánsson