| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 961118 - 961124, vika 47

Til að prenta kortið má nota
postscript
Suðurland
Alla vikuna nokkur skjàlftavirkni á Suðurlandi, mest við Hveragerði.
Hrina var norðan
Hveragerðis á þriðjudagskvöldi og fram á miðvikudag. Hrinan fannst
vel í Hveragerði. Er leið á vikuna færðist virknin vestar, vestur
fyrir Þrengslin og var eitthvað af skjálftum þar. Einnig var nokkuð
um smáskjálfta ì Krísuvík.
Tveir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, annar við Fimmvörðuháls og hinn í
grennd við Kötlu. Einn skjálfti mældist við Surtsey.
Norðurland
Tveir skjálftar mældust í grennd við Kröflu.
Úti fyrir Norðurlandi var talsverð skjálftavirkni og mældust skjálftar
fyrir mynni Skagafjarðar og Eyjafjarðar, à Skjálfanda og ì Öxarfirði.
Skjálftar voru líka fyrir sunnan og norðan Grímsey.
Hálendið
Skjálftar mældust í Langjökli, norðan Tungnafellsjökuls, í Herðubreiðartöglum og í Vatnajökli.
Vatnajökulsskjálftarnir voru norðan megin í Bárðarbungu, norðan Grímsvatna og vestan Esjufjalla.
Pálmi Erlendsson