| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 961209 - 961215, vika 50

Til að prenta kortið má nota
postscript
Suðurland
Tveir skjálftar mælast þessa vikuna á suðvesturhorninu af stærð ríflega 3, sá fyrri, í Holtunum þ. 9.12., fannst víða, en sá síðari, við Heiðina háu þ. 15.12. klukkan tæplega 8 um morguninn, virðist ekki hafa fundist. For- og eftirskjálftar voru til þess að gera fáir kringum báða skjálftana. Það eru samt greinilegar hrinur kringum þá og einnig er smáhrina við Hestfjall.
Hálendið
Virknin í Vatnajökli virðist dvínandi, þó nokkuð mælist enn af skjálftum þar. Staðsetning skjálftanna í Vatnajökli og á Torfajökulssvæðinu eru frekar ónákvæmar. Skjálfti mældist í Hofsjökli og suður af Þórisjökli.
Steinunn Jakobsdóttir