Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 961216 - 961222, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Skjálftavirkni var tiltölulega lítil þessa viku og samtals voru 213 skjálftar staðsettir.

Suðurland

Þann 20. desember var skjálftahrina við Krísuvík. Stærsti skjálftinn var kl. 12:55, M=2.4. Hann ásamt nokkrum öðrum fundust í Krísuvík. Smáskjálftahrina var vestan við Bjarnastaði í Ölfusi þann 19. desember. Nokkrir skjálftar voru við sunnanverðan Langjökul. Á Torfajökulssvæðinu eru nokkrir atburðir. Staðsetning þeirra er ónákvæm.

Norðurland

Skjálftar voru nær eingöngu á austanverðu Tjörnesbrotabeltinu, í Öxarfirði og við Flatey.

Hálendið

Virkni er enn talsverð í Vatnjökli. Þann 22.12. og voru nokkrir skjálftar við Esjufjöll í Vatnajökli.

Gunnar B. Guðmundsson