Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 961223 - 961229, vika 52

H
[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Fremur lítið var um að vera þessa vikuna. Helst ber að nefna hrinu í Holtunum að kvöldi þess 29. Stærstu skjálftarnir þar mældust rúm 2 stig. Þá má nefna hrinu smáskjálfta skammt vestur af Hjalla í Ölfusi þann 27.

Norðurland

Um miðjan þann 29. var skjálftahrina undan Tjörnesi og mældist stærsti skjálftinn 3,2 stig. Einnig var virkni í Öxarfirði og við Flateyjarskaga.

Hálendið

Allnokkur virkni í Esjufjöllum og í Grímsvötnum. Þá var skjálfti, 2,6 stig, í Dyngjufjöllum þann 28.

Barði Þorkelsson