| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970106 - 970112, vika 02

Til að prenta kortið má nota
postscript
Suðurland
Fremur lítil virkni á láglendi en nokkur í Mýrdalsjökli og á
Torfajökulssvæði.
Reykjaneshryggur
Þann 6. jan. var snörp hrina á Reykjaneshrygg nálægt 62 gráðum norður
og 25 gráðum vestur. Alls eru skráðir 14 atburðir milli 10 og 14 með stærðir
frá 2.3 til 3.6 en stærðirnar eru líklega vanmetnar.
Órói við Haukadal
Seinni hluta dags þann 7. og fram á morgun þess 8. sáust óróapúlsar
á mælinum við Haukadal, Rangárvöllum. Við athugun kom í ljós að þetta
voru í sumum tilvikum smáskjálftar. P-S tímamunur er tæp sekúnda
og samkvæmt útslagi virðast upptökin í suðsuðaustri. Í a.m.k. einu tilviki
voru þessir atburðir það þétt að úr varð samfelldur órói og tíðni hans
um 2.5 Hz.
Norðurland
Fyrir Norðurlandi var virkni á hefðbundnum slóðum nema hvað allstórir
skjálftar voru rétt norðan við Tjörnes og skjálftar við Þeystareyki og Reynihlíð.
Hálendið
Töluverð virkni milli Grímsvatna og Hamars og nokkrir atburðir
við Tungnafellsjökul.
Kristján Ágústsson