Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970113 - 970119, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Þann 17. janúar hófst skjálftahrina á Mosfellsheiði og varaði hún fram til 19. janúar. Nokkur hundruð smáskjálftar hafa mælst og eru flestir Þeirra minni en 2 að stærð. Upptökin eru á eða norður af Bláfjallasverminum. Á sama tíma hefur skjálftavirkni verið í Ölfusinu, vestan við Hjallahverfið. Þann 15. janúar varð skjálfti við Kýrgilshnúk á Hengilssvæðinu, M = 3. Skjálftar á Torfajökulssvæðinu eru ekki vel staðsettir.

Norðurland

Fremur lítil virkni er á Tjörnebrotabeltinu. Skjálftar eru fyrir mynni Eyjafjarðar og á Grímseyjarsundi. Þann 17. janúar var stór skjálfti á Kolbeinseyjarhrygg við SPAR brotabeltið, M ~ 5.

Hálendið

Nokkur skjálftavirkni hefur verið í Vatnajökli, aðallega norðan við Grímsvötn og við Skaftárkatlana. Nokkrir skjálftar eru í og við Bárðarbungu.

Þórunn Skaftadóttir

Ragnar Stefánsson