![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Skjálftavirknin var mest áberandi á Mosfellsheiðinni, í grennd við Eiturhól. Er það framhald hrinunnar sem hófst þar fyrir nokkru. Flestir skjálftanna voru litlir en a.m.k. einn náði þó allt að þremur í stærð. Ekki hefur heyrst að skjálftar þessir hafi fundist þrátt fyrir nálægð við þéttbýli. Í lok vikunnar lauk þessari hrinu.
Allnokkrir smáskjálftar mældust í grennd við Bjarnastaði og í Krísuvík.
Tveir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, þrír á Torfajökulssvæðinu og einn í grennd við Eyjafjallajökul.
Hrina smáskjálfta var nálægt Grímsey og teygði virknin sig í átt til mynnis Eyjafjarðar.
Nokkuð var líka um skjálfta á Skjálfanda og í Öxarfirði.
Þann 29. janúar varð stutt en snörp hrina í Vatnajökli. Allmargir skjálftar mældust á u.þ.b. hálftíma kringum miðnættið. Skjálftar þessir urðu skammt norðvestan Skaftárkatlanna. Daginn eftir urðu svo fáeinir skjálftar í norðvestan Öskju, í Ytri-Dyngjufjöllum.