Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970217 - 970223, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Þann 23. febrúar var allstór jarðskjálftahrina við Trölladyngju á Reykjanesi. Tveir snarpir jarðskjálftar í hrinunni fundust vel frá Reykjanesi og allt upp til Borgarfjarðar. Á höfuðborgarsvæðinu fundust báðir skjálftarnir mjög vel. Fyrri skjálftinn varð kl. 00:35, M=3.7. Þetta var samgengisskjálfti (reverse) og er brotflöturinn líklega með N-S stefnu sem hallar til vesturs. Seinni skjálftinn varð kl. 08:45, M=3.9. Hann var sniðgengisskjálfti (strike-slip). Hátt á annað hundruð eftirskjálftar fylgdu þessum skjálftum þann 23. febrúar. Dýpi skjálftanna er á bilinu 3-6 km.

Smáskjálftar voru alla vikuna á Hengilssverminum. Laugardaginn 22. febrúar komu fram smáskjálftahrinur á Hellisheiðinni og við Geitafell.

Þann 18. og 19. febrúar mældust nokkrir skjálftar rétt vestan við Vörðufell.

Einn skjálfti var í vesturhluta Mýrdalsjökuls þann 17. feb. kl.11:42, M=2.6.

Norðurland

Nokkrir skjálftar voru á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni. Upptök þeirra voru á Flatey-Húsavíkur misgenginu og á Grímseyjarbeltinu. Stærsti skjálftinn var norðaustan við Grímsey þann 20. febrúar kl. 03:55, M=2.3.

Hálendið

Næstum daglega er einn og einn skjálfti í Vatnajökli, á Lokahrygg og/eða í Bárðarbungu. Þann 20. feb. var skjálfti í vesturhluta Langjökuls (nálægt Hafrafelli).

Gunnar B. Guðmundsson