Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970303 - 970309, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Skjálftavirkni er frekar lítil þessa vikuna, sem að hluta til má kannski rekja til þess að veður hafa verið ákaflega válynd alla vikuna og næmni því minni. Seinni hluta vikunnar jókst virknin þó dálítið og á sunnudag hófst hrina við Grímsey.

Suðurland

Nokkrir skjálftar á Hellisheiði og Hengilsvæði, tveir í Bláfjöllum og smá eftirhreitur við Trölladyngju. Á sunnudag mældist skjálfti við Surtsey. Á kortinu koma einnig fram sprengingar í grjótnámu í Hreppunum.

Norðurland

Lítil virkni úti fyrir Norðurlandi mest alla vikuna. Seinni part laugardags eykst virknin við Grimsey og smá hrina gengur yfir svæðið fram á mánudag. Stærstu skjálftarnir í þessari hrinu ná stærð ~3.

Hálendið

Nokkur virkni er á Hálendinu. Í Vatnajökli virðist virknin mest í kringum Skaftárkatlana, en einnig mælast skjálftar við Tungnafellsjökul. Á föstudag mælast þrír skjálftar á Mývatnsöræfum, vestan Sveinagjár, á laugardag skjálfti í Kerlingafjöllum og á sunnudag innst í Bárðardal. Sá seinasti sést illa nema af S-bylgjum og má því taka þessari staðsetningu með fyrirvara, en þó er erfitt að koma honum annað.

Steinunn Sigríður Jakobsdóttir