Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970331 - 970406, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vkunni voru staðsettir 331 jarðskjálfti.

Suðurland

Öflug jarðskjálfta hrina varð á austanverðu Hengilssvæðinu dagana 2. og 3. apríl. Þessa daga urðu á annað hundrað skjálftar á litlu svæði undir Ölkelduhálsi. Stærsti skjáfltinn varð klukkan 5:42 aðfaranótt annars apríl, stærð skjálftann var um 2.7. Annars staðar var lítil virkni í vikunni, skjálftar mældust meðal annars á Selvogsbanka um 30 km sunnan Þorlákshafnar, í Skjaldbreið, vestan Trölladyngju og á Torfajökulssvæðinu.

Norðurland

Virkni var lítil norðanlands í vikunni, þó varð hrina í nágrenni Grímseyjar 1. apríl.

Hálendið

Í vikunni voru 35 skjálftar staðsettir í Vatnajökli, flestir vestan gosstöðvanna. Virkni á þessu svæði virðist fara vaxandi. Ennfremur virðist virknin færast vestar. Stærsti skjálftinn varð klukkan 17:34 þann 3. apríl, stærðin mældist 3.2.

Einar Kjartansson