Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970421 - 970427, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Mánudaginn 21. apríl var skjálftavirkni enn mikil á Hengilssvæðinu. Á þriðjudag (22/4) dróg verulega úr virkninni en töluverð virkni hélt samt áfram fram eftir vikunni. Stærsti skjálftinn (M=2.5) var við Fremstadal þann 23/4 kl. 0231.

Nokkrir smáskjálftar mælast nálægt Krísuvík við Kleifarvatn. Þann 24/4 voru 3 skjálftar utan við Reykjanestána.

Á Torfajökulssvæðinu við Kaldaklofsfjöll mælast 3 skjálftar. Sunnan við Snjóöldu mælist einnig einn skjálfti. Ekki eru allir þessir skjálftar vel staðsettir.

Norðurland

Fremur lítil skjálftavirkni er á Tjörnesbrotabeltinu. Sunnudaginn 27/4 eru nokkrir skjálftar á svokölluðu Grímseyjarbelti (norðan við Mánáreyjar). Þann 21/4 eru 2 skjáftar nálægt SPAR brotabeltinu á Kolbeinseyjarhrygg.

Hálendið

Fáir skjálftar mælast í Vatnjökli þessa viku. Nokkrir eru við vestari Skaftárketilinn og 2 við Bárðarbungu.

Gunnar B. Guðmundsson