| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970428 - 970504, vika 18

Til að prenta kortið má nota
postscript
Alls voru staðsettir 606 skjálftar í liðinni viku (28.4.-4.5.1997).
Suðurland
Að vanda bar mest á skjálftum á Hengilssvæðinu.
Þann 29. apríl varð skjálfti
af stærðinni 3.4 norður af Klóarfjalli (64.07, -21.17). Skjálftinn fannst
í Reykjavík og víða um Suðurland. Í kjölfar þessa hnikks urðu nokkur
hundruð eftirskjálfta undir Klóarfjalli og Villingavatns-Selfjalli.
Önnur þyrping jarðskjálfta átti upptök undir Fremstadal.
2. Maj mældust þrír skjálftar nærri Surtsey, sá stærsti nærri 3 að stærð.
Skjálftar þessir virðast all djúpir, með upptök á 13-17km dýpi.
Norðurland
Nær engir jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi. Stakur skjálfti af
stærðinni 1.8 varð undir Eyvindarstaðaheiði (65.28, -19.61) þann 28.4.
Hálendið
Nokkrir skjálftar urðu í vestanverðum Vatnajökli.
Sigurður Th. Rögnvaldsson