Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970512 - 970518, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Rúmlega 500 atburðir voru staðsettir þessa viku.

Suðurland

Nokkuð stöðug virkni var á Hengilssvæðinu þessa viku en þó sýnu mest þann 15. Við Sultartanga sjást sprengingar en annars er virkni á Suðurlandi lítil.

Norðurland

Hrinan sem hófst þann 11. í Öxarfirði hélt áfram með nokkrum krafti þann 12. Smá dró úr virkni og eftir 15. voru fáir skjálftar skráðir. Afstæð staðsetnig atburða þann 13. hefur verið gerð. Í ljós kemur að skjálftarnir eru á sprungum sem stefna um 25 gráður austan við norður og þeir eru flestir á minna en 3 km dýpi.

Hálendið

Virkni á Lokahrygg.

Kristján Ágústsson