| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970519 - 970525, vika 21
Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan var fremur róleg nema helst þriðjudagurinn 20.5. Smá hrina er á Reykjaneshrygg skammt út af landinu og á Kolbeinseyjarhrygg norður við Spar brotabeltið.
Suðurland
Á þriðjudag var hrina í gangi á Hengilssvæðinu. Virknin var mest austan
Hrómundartindar og við Skálafell.Afstæð staðsetnig
hefur verð ákvörðuð fyrir svermina við Hrómundartind. Hrinurnar eru hins vegar
svo staðbundnar í dýpi (4.4-4.6km og u.þ.b. 6.2km)
að erfitt er að sjá hvort skjálftarnir liggja á sama planinu.
Í kjölfarið var svo virkni allt vestur í Engidal.
Norðurland
Í byrjun vikunnar voru settir út hafsbotns-skjálftamælar á svæðinu kringum Tjörnes brotabeltið
og allt norður undir Kolbeinsey. Virknin á svæðinu er nokkuð jafndreifð, en auk þess virðist
vera hrina í gangi við Spar brotabeltið.
Hálendið
Enn er nokkur virkni við Lokahrygg auk þess sem það mælast skjálftar við Öskju og öræfajökul.
Skjálti mælist í Mýrdalsjökli, sem og á Torfajökulssvæðinu.
Steinunn Jakobsdóttir