Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970526 - 970601, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Nokkuð róleg vika um land allt, einungis mældust 250 skjálftar.

Suðurland

Þó virkni hafi ekki verið sérlega mikil hefur hún verið dreifð frá Reykjaneshrygg, um Reykjanesskaga og inn á Suðurland. Á sunnudag var nokkur virkni nálægt Grindarskörðum. Skjálfti mælist við Surtsey og virkni virðist vera að byrja í Mýrdalsjökli. Virkni á Hengilsvæðinu var nokkuð dreifð kringum Hengilinn.

Norðurland

Virknin er mest í Öxafirði þessa viku, þó skjálftar mælist allt vestur að Siglufirði. Atburðirnir þessar vikurnar á Skaganum eru að öllum líkindum sprengingar.

Hálendið

Minnkandi virkni í Vatnajökli og yfirleitt lítið um að vera.

Steinunn S. Jakobsdóttir