Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970602 - 970608, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Flestir af þeim 378 skjálftum sem staðsettir voru í vikunni áttu upptök norðan til á Hengilssvæðinu. Virknin þar var mest á mánudag og þriðjudag, en jókst aftur á sunnudag. Stærsti skjálftinn, sem korm rett fyrir klukkan eitt á mánudag, mældist 2.7 og fannst vel á Króki í Grafningi. Á fimmtudag urðu tveir skálftar við Geirfuglasker, einnig urðu skjálftar nærri Grindavík og Krísuvík.

Norðurland

All margir skjálftar urðu á litlu svæði í miðjum Axarfirði, einnig urðu nokkrir skjálftar nærri mynni Eyjafjarðar og einn skjálfti, sem mældist yfir 2, varð í mynni Skagafjarðar. Tveir skjálftar mældust nærri Kröflu.

Hálendið

Að jafnaði mældist einn skjálfti á dag vestan vert við vestari Skaftárketilinn í Vatnajökli. Einn skjálfti mældist sunnan til á Arnarvatnsheiði.

Einar Kjartansson