Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970609 - 970615, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Skjálftavirkni var allmikil þessa vikuna og alls mældust 688 skjálftar.

Suðurland

Viðvarandi virkni var á Hengilssvæðinu alla vikuna, mest þó þann 13. og 14. Alls mældust þrír skjálftar 2 stig eða stærri á svæðinu. Við Kleifarvatn urðu allnokkrir skjálftar, sá stærsti 2,1 stig. Þá varð einn atburður vestur á Mýrum.

Norðurland

Nokkur virkni fyrir Norðurlandi, ekki síst í Öxarfirði. Enginn þessara atburða náði stærðinni 2.

Hálendið

Nokkrir skjálftar urðu í vestanverðum Vatnajökli, sá stærsti 2,1 stig. Þá mældist einn atburður suður af Kverkfjöllum. Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Barði Þorkelsson