| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970616 - 970622, vika 25

Til að prenta kortið má nota
postscript
Suðurland
Töluverð virkni var í Hengli og á Hellisheiði. Þann 18. var þungi
þeirrar virkni nokkru norðar en oft áður eða við Sandletta og Krossfjöll.
Nokkrir skjálftar voru við Krísuvík. Sunnudaginn 22. kl. 12:07 var
skjálfti af stærðinni 2.8 í sunnanverðum Sveifluhálsi um 2 km
norðan við skjálftamæinn. For- og eftirskjálftar voru fáir en þeir
raða sér á um 2 km langa línu eftir hálsinum.
Nokkrar sprengingar hafa verið vegna framkvæmda við höfnina í
Grindavík og hefur ein slík slæðst með í yfirlitið.
Norðurland
Nokkur virkni var í mynni Eyjafjarðar og á Grímseyjarbrotabeltinu.
Hálendið
Vatnjökull var fremur kyrr og mældust aðeins 3 atburðir þar.
Kristán Ágústsson