Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970630 - 970706, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru staðsettir 579 atburðir í liðinni viku, þar af nokkrar sprengingar í nágrenni Grindavíkur (ekki sýndar á kortinu).

Suðurland

Heldur minni virkni var á Hengilssvæðinu fyrri hluta vikunnar en næstu vikur á undan en að morgni fimmtudags 3.7. varð skjálfti af stærðinni 3 nærri Hrómundartindi og fylgdu honum tugir eftirskjálfta. Skjálftinn fannst víða um Suðurland. Um hádegi sama dag urðu nokkrir skjálftar á Hellisheiðinni, um 4km VNV af Hveragerði og fannst sá stærsti (stærð 2) í Hveragerði.

Sunnudaginn 6.7. varð skjálfti nærri Kleifarvatni (stærð 2.9) og fannst hann í Reykjavík og Hafnarfirði. Í kjölfarið fylgdu smærri skjálftar.

Nokkrir smáskjálfta urðu undir Bláfjöllum að kveldi sunnudagsins 6.7., sá stærsti 2.3 að stærð. Að auki eru stakir skjálftar í Suðurlandsskjálftabeltinu.

Til gamans fylgja hér myndir af fjölda skjálfta á Hengilssvæðinu í maí og júní síðastliðnum.

Norðurland

Tjörnesbrotabeltið var ákaflega rólegt þessa vikuna, þó mældust nokkrir skjálftar norður af Grímsey og út af mynni Eyjafjarðar, auk stakra skjálfta hér og þar.

Hálendið

Tveir skjalftar mældust í vestanverðum Hofsjökli og einn í Mýrdalsjökli.

Sigurður Th. Rögnvaldsson