| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970707 - 970713, vika 28
Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan byrjaði nokkuð rólega, með stökum skjálftum fyrir norðan land
og í Henglinum. Á fimmtudegi jókst skjálftavirknin víða og hélst hún nokkuð
mikil út vikuna. Alls voru staðsettir 1011 atburðir.
Suðurland
Hengillinn var með rólegra móti fram á fimmtudagskvöld. Þá urðu allmargir
skjálftar af stærðinni 2-3 og fylgdi mikil smáskjálftavirkni það sem eftir
lifði vikunnar. Skjálftarnir voru mest í grennd við Hrómundartind og sunnan
Skálafells í grennd við Þrengslin. Einnig urðu nokkrir í Núpafjalli, austan
Hveragerðis.
Nokkrir skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu og smáhrina út af Reykjanesi
og við Kleifarvatn.
Norðurland
Talsvert var af skjálftum fyrir norðan land. Seinni part vikunnar urðu
allmargir skjálftar fyrir mynni Eyjafjarðar.
Hálendið
Nokkuð rólegt var á hálendinu. Tveir skjálftar mældust í Þórisjökli og
tveir í Mýrdalsjökli.
Pálmi Erlendsson