Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970714 - 970720, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Verulega dróg úr skjálftavirkni á Hengilssvæðinu miðað við vikuna á undan. Tveir stærstu skjálftarnir voru að stærð 2.6. Annar við Súlufell þann 17. júlí kl. 0921 og hinn suður af Hengli þann 20. júlí kl. 1713.

Við Sultartanga ofan Búrfells er sprenging.

Norðurland

Mánudaginn 14. júlí voru smáskjálftahrinur fyrir mynni Eyjafjarðar og norður af Siglufirði. Þann 16. júlí var hrina austur af Grímsey og daginn eftir var smáhrina inn í Öxarfirði.

Þann 14. júlí er líklega sprenging við Akureyri.

Hálendið

Fáeinir skjáftar eru í Mýrdalsjökli, Vatnajökli, Tungnafellsjökli og á Torfajökulssvæðinu.

Gunnar B. Guðmundsson