Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970721 - 970727, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Áframhald hefur verið á smáskjálftum á Hengilssvæðinu svipað eins og hefur verið undanfarnar vikur eða frá því um miðjan júní. Mest hefur verið um smáhrinur á svæði frá Fremstadal sunnan í Hengli og suður á Skálafell á Hellisheiði, en þar hefur verið um 5 km suðurfærslu skjálftaupptaka að ræða frá 22-27. Skjálftar urðu við Surtsey þann 21. Aðeins hefur borið á skjálftum vestan til í Mýrdalsjökli.

Norðurland

Miklir skjálftar hófust fyrir mynni Eyjafjarðar 22. júlí. Skjálftar tæplega 4 urðu kl. 1606, 1615 og svo skjálfti tæplega 5 á Richterkvarða um kl. 1621, og enn skjálfti af stærðinni 4 kl. 1641. Allir þessir skjálftar fundust einhvers staðar á Norðurlandi og sá stærsti allt að Akureyri, Hofsósi og Húsavík svo vitað sé. Upptök skjálftanna eru þar sem svo kölluð Húsavíkursprunga beygir til norður í Eyjafjarðardjúpi. Fremur órólegt hefur verið á þessum slóðum fyrir norðurlandi síðan og skjálftar ekki í teljandi mæli færst til SA eftir Húsavíkursprungunni.

Hálendið

Á hálendinu vekja helst athygli skjálftar 26. júlí nálægt Víti í Öskju og við Þórisjökul.

Ragnar Stefánsson, Þórunn Skaftadóttir