| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970728 - 970803, vika 31

Til að prenta kortið má nota
postscript
Allmikil skjálftavirkni var þessa vikuna. Alls voru staðsettir um þúsund atburðir.
Suðurland
Að venju bar mest á skjálftum í Hengli þessa vikuna. Einnig mældust fáeinir skjálftar á
Suðurlandsundirlendi og Reykjanesskaga.
Norðurland
Mikil virni var úti fyrir Norðurlandi. Óx hún er leið á vikuna og náði hámarki milli kl. 8 og 9
miðvikudaginn 30. júlí. Langmest var virknin fyrir mynni Eyjafjarðar.
Hálendið
Fáeinir skjálftar voru skrásettir í Langjökli og Mýrdalsjökli, einn í grennd við Hrafntinnusker
og einn í Dyngjufjalladal.
Pálmi Erlendsson