![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Í vikunni voru staðsettir 695 atburðir, flestir með upptök norður af Eyjafirði.
Mánudaginn 4.8. mældust nokkrir skjálftar nærri Torfajökli, allir milli 1 og 2 að stærð.
Að morgni laugardagsins 9.8. kl. 09:35 varð skjálfti ríflega 2 að stærð um 2 km norður af Stóra-Kóngsfelli. Hann virðist ekki hafa fundist. Ekki mældust neinir smærri skjálftar í nágrenninu, hvorki fyrir né eftir skjálftann. Brotlausn skjálftans bendir til blöndu af snið- og siggengi á plani með strik 29 gráður og halla 76 gráður til ASA.
Að auki urðu nokkrir skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli og stöku skjálftar í Suðurlandsskjálftabeltinu og á Reykjanesskaga.
Þegar skolfið hafði norður af Eyjafirði í einn til tvo sólarhringa tók að hrikta í skorpunni víðar á Norðurlandi. Þá urðu stakir smáskjálftar m.a. norður af Skagafirði, í Flókadal og suður af Hólsfjalli. Einnig skalf lítillega í Öxarfirði og austur af Grímsey.