Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Stærsti skjálftinn þar varð aðfaranótt fimmtudags klukkan 4:20 og átti upptök á 8 km dýpi undir Innstadal. Stærð skjálftans mældist tæplega 3 á Righter kvarða. Þessi skjálfti fannst í Hveragerði og Reykjavík. Einnig voru allmargir skjálftar nærri Krísuvík og í Mýrdalsjökli.
Föstudaginn 15. águst hófst hlaup í Skaftá.
Þess varð fyrst vart þegar brennisteinslykt fannst víða í
uppsveitum Árnessýslu
á laugardagsmorgun. Milli klukkan 8 og 9 á laugardagsmorgunn jókst órói
á Skrokköldu mælinum á tíðnibilinu 1 til 2 rið. Haft var samband
við Almannavarnir og Vatnamælingar Orkustofnunar og fóru vatamælingamenn
að mælistað í Skaftá við Sveinstind eftir hádegi á laugardag.
Myndin sýnir óróa sem mældist á
Skrokköldu dagana 16. til 18. ágúst. Topparnir á
línuritinu eru óróahviður
sem stóðu í allt að 30 mínútur og mældust á SIL stöðvum um allt land.
Líklegt er að tveir fyrst töldu þættirnir hafi komið við sögu í Skaftárhlaupinu.
Ólíklegt er að eldgos hafi valdið hlaupinu, þar sem verulegur hluti hlaupvatnsins er farinn frá upptökunum, þegar órói verður merkjanlegur, og sennilega er ketillin orðinn nær tómur þegar óróinn nær hámarki. Efnagreiningar á hlaupvatni munu væntanlega gefa til kynna hvort hraunkvika hafi komst í snertingu við vatn eða ís.