Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970811 - 970817, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Jarðskjálftavirkni í vikunni var mjög mikil, staðsettir voru 1229 atburðir, þar af tvær sprengingar. Flestir þessara skjálfta voru á Hengilssvæðinu.

Stærsti skjálftinn þar varð aðfaranótt fimmtudags klukkan 4:20 og átti upptök á 8 km dýpi undir Innstadal. Stærð skjálftans mældist tæplega 3 á Righter kvarða. Þessi skjálfti fannst í Hveragerði og Reykjavík. Einnig voru allmargir skjálftar nærri Krísuvík og í Mýrdalsjökli.

Norðurland

Hrina sem verið hefur fyrir mynni Eyjafjarðar hélt áfram. Tveir skjálftar af stærð um einn mældust í Myvatnssveit.

Hálendið

Einn skjálfti mældist í Vatnajökli, klukkan 21:05 á laugardagskvöldið. Upptök hans voru nærri austari Skaftárkatlinum og stærðin mældist 2.0.

Föstudaginn 15. águst hófst hlaup í Skaftá. Þess varð fyrst vart þegar brennisteinslykt fannst víða í uppsveitum Árnessýslu á laugardagsmorgun. Milli klukkan 8 og 9 á laugardagsmorgunn jókst órói á Skrokköldu mælinum á tíðnibilinu 1 til 2 rið. Haft var samband við Almannavarnir og Vatnamælingar Orkustofnunar og fóru vatamælingamenn að mælistað í Skaftá við Sveinstind eftir hádegi á laugardag.
Myndin sýnir óróa sem mældist á Skrokköldu dagana 16. til 18. ágúst. Topparnir á línuritinu eru óróahviður sem stóðu í allt að 30 mínútur og mældust á SIL stöðvum um allt land.

Orsakir óróa af þessu tagi geta verið nokkar:

  • Kröftugt vatnsflóð með iðuköstum (turbulence).
  • Suða sem verður í jarðhitakerfi þegar þrýstingur fellur snögglega.
  • Kvikuflæði sem tengist eldgosi eða innskotavirkni ofarlega í jarðskorpunni.

    Líklegt er að tveir fyrst töldu þættirnir hafi komið við sögu í Skaftárhlaupinu.

    Ólíklegt er að eldgos hafi valdið hlaupinu, þar sem verulegur hluti hlaupvatnsins er farinn frá upptökunum, þegar órói verður merkjanlegur, og sennilega er ketillin orðinn nær tómur þegar óróinn nær hámarki. Efnagreiningar á hlaupvatni munu væntanlega gefa til kynna hvort hraunkvika hafi komst í snertingu við vatn eða ís.

    Einar Kjartansson