Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 970908 - 970914, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Vikan var í heild nokkuð róleg og engar sérstakar hrinur. Virkni jókst þó á Reyjanesi á sunnudagskvöld.

Suðurland

Nokkur virkni var á hefðbundnum stöðum á Hengilssvæðinu. Auk þess urðu nokkrir skjálftar nálægt almannagjá þ.9. Í vikunni mælist skjálfti í Vatnafjöllum og haustvirknin heldur áfram í vesturhluta Mýrdalsjökuls. Eins og fyrr segir jókst svo virknin á Reykjanesi í lok vikunnar.

Norðurland

Framan af vikunni var nokkuð jöfn virkni úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Á laugardagsmorgun fannst skjálfti á Húsavík. Sá skjálfti var af stærð 3 og átti upptök sín rétt norðvestan við bæinn. Skjálftavirknin minnkaði heldur í kjölfar þessa skjálfta, en virknin hefur að langmestu leyti verið bundin við Húsavíkursprunguna þessa vikuna.

Hálendið

Einn skjálfti mældist í Vatnajökli með upptök nálægt Esjufjöllum.

Steinunn S. Jakobsdóttir