| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 970929 - 971005, vika 40
Til að prenta kortið má nota
postscript
Vikan var róleg framanaf en rétt fyrir miðnætti föstudaginn 3. október
hófst hrina smáskjálfta í Henglinum.
Suðurland
Að venju var bróðurpartur mældra skjálfta í Henglinum. Þetta voru allt
smáskjálftar, enginn þeirra stærri en 2,5. Flestir þeirra voru norðan
Hveragerðis, við Hrómundartind.
Fáeinir skjálftar mældust vestur eftir Reykjanesskaganum og alveg út
á tá. Einn skjálfti mældist í Surtsey þann 29. september.
Norðurland
Síðan í júlí hefur verið öflug skjálftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar
og var einnig nokkuð um skjálfta þar þessa vikuna. Einn mældist rétt
vestan Húsavíkur. Austur af Grímsey mældust einnig fáeinir skjálftar.
Hálendið
Jöklar landsins létu á sér kræla þessa vikuna. Allnokkrir skjálftar
mældust í Hamrinum, tveir í Langjökli og einn í Þórisjökli. Mest bar
þó á skjálftavirkni í Mýrdalsjökli eins og undanfarnar vikur.
Hér gefur að líta mynd af skjálftavirkninni
þar. Hafa ber í huga að ekki eru allar staðsetningar jafn nákvæmar.
Þann 3. október mældist einn smáskjálfti (M 1,2) í Vatnafjöllum.
Pálmi Erlendsson