Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971013 - 971019, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland og Reykjanes

Nokkur virkni hefur verið á Reykjaneshrygg þessa vikuna og einnig við Kleifarvatn/Krísuvík. Dálítil hrina byrjaði á föstudag á Hellisheiði, við Skálfell. Stærsti skjálftinn var á föstudagskvöld og mældist af stærð 2.8. Hrinan var heldur í rénum á laugardag. Nokkur virkni var líka á Suðurlandi, sér í lagi við Hestfjall og í Holtunum. Skjálftavirknin í vesturhluta Mýrdalsjökuls hélt áfram af fullum krafti og tveir skjálftar mældust við Hrafntinnusker.

Norðurland

Ennþá er nokkur virkni á vesturhluta Húsavíkursprungunnar og skjálfti mældist einnig við Húsavík. Nokkrir skjálftar mældust kringum Grímsey og eins við Kröflu.

Hálendið

Enginn skjálfti mældist á hálendinu þessa vikuna, en tvær sprengingar við Hágöngulón og tvær sprengingar við Sultartanga komu fram á mælum (ekki sýnt á kortinu).

Steinunn S. Jakobsdóttir