| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 971020 - 971026, vika 43

Til að prenta kortið má nota
postscript
Suðurland
Allmikil skjálftavirkni í vestanverðum Mýrdalsjökli og nær hún vestur á Fimmvörðuháls
og niður á Skógaheiði.
Tiltölulega rólegt var á Hengilssvæðinu miðað við ýmsar vikur að undanförnu.
Norðurland
Veruleg virkni var rétt út af mynni Eyjafjarðar alla vikuna. Stærstu skjálftarnir reyndust á
bilinu 2-2,5. Þá var nokkur virkni eilítið austar, þ.e. út af Gjögurtá.
Allnokkrir skjálftar urðu um 100 km norður af Eyjafirði þ. 24. og 25.
Ennfremur varð skjálfti við Svínavatn í Húnaþingi þ. 25 sem mældist 2,2 stig.
Hálendið
Fátt umtalsvert þessa vikuna. Þó má nefna einn atburð skammt norðan Tungnafellsjökuls.
Barði Þorkelsson