Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971027 - 971102, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Suðurland

Allmargir skjálftar voru undir vestanverðum Mýrdalsjökli. Þar eru skjálftar algengastir á haustin og venjulega flestir í október ár hvert. Skjálftarnir núna eru flestir á stærðarbilinu 2-3.

Nokkur smáskjálftavirkni er á Hengilssvæðinu.

Norðurland

Mest ber á smáskjálftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar á svokölluðu Húsavíkur-Flateyjarmisgengi. Nokkrir skjálftar voru í Öxarfirði.

Hálendið

Þann 30. október kl. 05:51 var skjálfti (M=1.7) í Hamrinum í Vatnajökli og þann sama dag kl. 05:53 einn skjálfti (M=1.4) í Öskju.

Gunnar B. Guðmundsson