Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971110 - 971116, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Vikan var með allra rólegasta móti, aðeins voru staðsettir 225 jarðskjálftar, auk nokkurra sprenginga. Sprengingar sáust á Grundartanga, undir Þyrlinum og nærri Sandafelli. Sprengingar eru ekki teiknaðar á skjálftakortið.

Suðurland

Hengilsvæðið var venju fremur rólegt, engin hrina en stöku smákyppir. Á Reykjanesskaga, vestur af Kleifarvatni urðu tvær litlar hrinur eða skvettur. Sú fyrri var við suðvestur enda vatnsins, hin síðari nokkurm kílómetrum norðar að morgni 16.11.

Norðurland

Aðeins stöku skjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar og í Öxarfirði.

Hálendið

Skjálftar mælast enn í vestanverðum Mýrdalsjökli en heldur hefur þó dregið úr virkninni þar.

Sigurður Th. Rögnvaldsson