Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971117 - 971123, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Vikan var fremur róleg. Staðsettir voru 379 jarðskjálftar vítt og breitt um landið.

Suðurland

Hengilssvæðið var tiltölulega rólegt. Stærsti skjálfti þar mældist 1.9 stig. Nokkrir skjálftar urðu í Krísuvík, sá stærsti 2.6 stig. Í Mýrdalsjökli mældist allnokkuð af skjálftum. Nokkrir voru um og yfir 2.5 stig, sá stærsti 3.2 stig.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust nokkrir dreifðir smáskjálftar.

Hálendið

Á hálendinu mældist aðeins einn skjálfti. Hann var norðan við Tungnafellsjökul og var 1.5 stig.

Þórunn Skaftadóttir