Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 971124 - 971130, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Skjálftavirkni var lítil þessa vikuna og skráðir eru 246 atburðir. Sprengingar voru vegna framkvæmda á Tungnaár- og Þjórsársvæðum.

Suðurland

Virkni að mestu á hefðbundnum stöðum. Athyglisverð er hrina rétt sunnan Hruna í Hrunamannahreppi þann 25. Hún hófst um 17:27 og stóð til 22:00. Alls mældust 13 atburðir og stærð þeirra er 0 - 1.6. Þá var nokkur virkni í grennd við Krísuvík en þann 30. varð þar nokkur hrina. Skjálftar í henni áttu flestir upptök undir norðanverðu Kleifarvatni.

Norðurland

Virkni á hefðbundnum stöðum. Stakur skjálfti við Hauganes í Eyjafirði.

Hálendið

Kyrrt að öðru leyti en því að einn skjálfti varð undir Hveravöllum og annar í Langjökli.

Krisján Ágústsson